Iryn­a Kam­i­en­i­ev­a flúði til Íslands stuttu eftir að stríðið hófst í heimalandi hennar, Úkraínu, í febrúar. Iryna er listamaður og aðstoðaði við hönnun nýs styrktarbols sem er hluti af nýju átaksverkefni UN Wo­men og 66° Norð­ur til stuðn­ings kon­um á flótt­a vegn­a á­rás­ar Rúss­a í Úkra­ín­u.

Verk­efn­ið var form­leg­a sett af stað á Bess­a­stöð­um í dag en verk­efn­ið snýr að vit­und­ar­vakn­ing­u og stuðn­ing­i við kon­ur á flótt­a en UN Wo­men vinn­ur mark­visst að því að tryggj­a að þarf­ir allr­a kvenn­a og stúlkn­a sé mætt.Iryna að­stoð­að­i Þór­dís­i Cla­es­sen, hönn­uð 66° Norð­ur við hönn­un bols­ins og seg­ir að hún hafi ver­ið feng­in til verk­efn­is­ins vegn­a þess að hún þekkt­i bet­ur mynstr­in og auð­vit­að tung­u­mál­ið og ætti auð­veld­ar­a með að leit­a upp­lýs­ing­a um bæði.

„Þett­a eru ekki upp­lýs­ing­ar sem hafa ver­ið þýdd­ar á ensk­u eða önn­ur tung­u­mál. Ég leit­að­i því að alls­kon­ar upp­lýs­ing­um um mynstr­in og svo hann­að­i Þór­dís bol­inn í sam­ræm­i við það,“ seg­ir Iryn­a í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Iryn­a kom til Ís­lands stutt­u eft­ir að inn­rás Rúss­lands hófst í Úkra­ín­u en hún hafð­i ver­ið á ferð­a­lag­i með kær­ast­an­um sín­um er­lend­is þeg­ar stríð­ið braust út.

„Okkur lang­að­i að fagn­a af­mæl­in­u hans með því að ferð­ast. Við byrj­uð­um á því að fara til Ber­lín­ar og svo fór­um við að hitt­a ætt­ingj­a og vini í Pól­land­i. Svo vökn­uð­um við einn dag­inn og þá hafð­i stríð­ið brot­ist út,“ seg­ir Iryn­a og að þau hafi hugs­að vel og leng­i hvort þau ættu að snúa aft­ur heim en hafi á­kveð­ið að fara ann­að. Þau hafi á­kveð­ið að fara frá Pól­land­i því það lá beint við að mik­ill straum­ur flótt­a­mann­a mynd­i liggj­a þang­að.

„Ég var alls ekki und­ir­bú­in. Fólk sem er að fara núna hef­ur haft tíma til að pakk­a og safn­a sam­an skjöl­um. Ég fór með lít­inn bak­pok­a og bjóst allt­af við því að fara til baka,“ seg­ir Iryn­a og að það hafi ver­ið mjög erf­itt að tak­ast á við til­finn­ing­ar um að hún gæti ekki snú­ið aft­ur strax.

Átaksverkefnið var sett á Bessastöðum í dag þar sem forsetinn fékk afhentan bol.
Mynd/UN Women

Ánægð með stuðning yfirvalda

Iryn­a og kær­ast­inn henn­ar komu til lands­ins í gegn­um Kefl­a­vík og leit­uð­u strax til lög­regl­unn­ar. Hún lof­sam­ar þá að­stoð sem hún hef­ur feng­ið frá kom­unn­i til lands­ins.

„Yfir­völd hafa stutt okk­ur. Það er eng­inn á göt­unn­i og eng­inn að svelt­a,“ seg­ir Iryn­a og að í fyrst­u hafi þau ver­ið flutt á mill­i nokk­urr­a hót­el­a en að nú leig­i hún og kær­ast­inn henn­ar íbúð sam­an en hún er far­in að vinn­a á með­an hann er enn í at­vinn­u­leit.

Iryn­a hóf ný­ver­ið störf í mót­tök­u­mið­stöð Út­lend­ing­a­stofn­un­ar við Egils­göt­u þar sem hún tek­ur á móti þeim sem þang­að leit­a eft­ir að­stoð.

„Það get­ur ver­ið flók­ið fyr­ir fólk að vita hvar það eigi að byrj­a þann­ig ég að­stoð­a með það,“ seg­ir hún.

Iryn­a seg­ir að hún hafi ver­ið hjálp­ar­van­a þeg­ar hún kom og hafi vilj­að að­stoð­a ætt­ingj­a sina en lít­ið get­að gert. Því fylg­i því góð­ar til­finn­ing­ar að geta að­stoð­að fólk í mót­tök­u­mið­stöð­inn­i og að hafa að­stoð­að 66° Norð­ur við gerð bols­ins. Styrkt­ar­bol­ur­inn er sam­sett­ur af þjóð­leg­um Vys­hyv­ank­a mynstr­um sem vernd­a gegn öllu illu fyr­ir þeim sem klæð­ist flík­inn­i og ljóð­i eft­ir úkr­a­ínsk­u skáld­kon­un­a Les­i­a Ukra­ink­a.

„Þett­a er hlut­i af úkr­a­ínsk­a þjóð­bún­ingn­um, sem er skyrt­a sem venj­u­leg­a er úr lín og er venj­u­leg­a saum­ið út. Munstr­in eru ólík og lit­irn­ir geta ver­ið alls­kon­ar en við á­kváð­um að velj­a rauð­an og svart­an því það eru al­geng­ust­u lit­irn­ir,“ seg­ir Iryn­a.

Hún út­skýr­ir að munstr­in og lit­irn­ir séu ólík eft­ir svæð­um en að upp­run­a­leg merk­ing þeirr­a hafi týnst og að með tím­an­um hafi munstr­in feng­ið nýj­ar merk­ing­ar.

„Þær eru ekki upp­run­a­leg­ar en marg­ir trúa því samt að þær séu það. En það sem við vit­um er að fólk teng­ir rauð­a litinn við ást og svart­a við sorg og skyrt­urn­ar eru tald­ar verj­a eig­end­ur sína fyr­ir öllu illu. Það er því tákn­rænt að nota þett­a svon­a því við vilj­um veit­a fólk vernd.“

Á myndinni eru þær Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Iryna og svo Þórdís Claessen hönnuður og Stella Samúelsdóttir sem er framkvæmdastýra UN Women.
Mynd/UN Women

Ljóðið tákn baráttu

Á bak­hlið styrkt­ar­bols­ins er að finn­a til­vitn­un úr ljóð­in­u „Contr­a Spem Sper­o“ eft­ir úkr­a­ínsk­u skáld­kon­un­a Les­i­u Ukra­ink­a.

„Ljóð eru vin­sæl í Úkra­ín­u og höf­und­ur­inn er ein sú vin­sæl­ast­a í Úkra­ín­u. Hún er tákn bar­átt­u og sterkr­ar mann­eskju sem lif­ir hvað sem er af og bros­ir á með­an. Ljóð­ið er um það,“ seg­ir Iryn­a um ljóð­ið á baki bols­ins og að orð­in í ljóð­in­u hvetj­i til þess að sjá samt það sem er fal­legt þrátt fyr­ir illsk­un­a.

„Það sem ég er svo glöð með er hvers­u sam­ein­að­ir all­ir eru. Allir gera sitt. Sama hvort það er bara að deil­a ein­hverj­u á Insta­gram þá er mik­il­vægt að deil­a upp­lýs­ing­um. Fólk gef­ur pen­ing til hers­ins og það er frá­bært að sjá að við séum að berj­ast fyr­ir til­vist okk­ar.“

Von­ast­u til að geta far­ið aft­ur?

„Auð­vit­að, ég sakn­a heim­a­lands míns og vina minn­a og fjöl­skyld­u,“ seg­ir hún en marg­ir af vin­um henn­ar hafa snú­ið aft­ur heim.

Fjöl­skyld­a Irynu er enn í Úkra­ín­u en heim­il­i þeirr­a er nærr­i Kæn­u­garð­i. Hún seg­ir að hún hafi mikl­ar á­hyggj­ur af fjöl­skyld­u sinn­i en að að­stæð­ur núna séu mikl­u betr­i en fyr­ir þrem­ur mán­uð­um þeg­ar stríð­ið hófst og að þótt svo að það sé ekki hætt­u­laust að vera í Úkra­ín­u þá líði henn­i eins og þau séu ekki í eins mik­ill­i hætt­u og þá.

„En okk­ar mark­mið er að koma okk­ur fyr­ir hér, svo við get­um far­ið að vinn­a og stutt við fjöl­skyld­ur okk­ar sem enn eru í Úkra­ín­u.“

Afhentu forseta og ráðherra bolinn

Allur á­góð­i af sölu bols­ins renn­ur til verk­efn­a UN Wo­men í Úkra­ín­u. Að­stand­end­ur á­taks­ins af­hent­u for­set­a Ís­lands, Guðn­a Th. Jóh­ann­es­syn­i styrkt­ar­bol á Bess­a­stöð­um í dag á Bess­a­stöð­um þar sem verk­efn­ið var kynnt. For­sæt­is­ráð­herr­a, Katr­ín Jak­obs­dótt­ir, og ut­an­rík­is­ráð­herr­a, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylf­a­dótt­ir feng­u jafn­framt af­hent­a styrkt­ar­bol­i í Ráð­herr­a­bú­staðn­um við Tjarn­ar­göt­u í dag.

Í til­kynn­ing­u frá UN Wo­men kem­ur fram að sam­kvæmt Erik­a Kva­pil­ov­a, full­trú­a UN Wo­men í Úkra­ín­u, er sér­stök nefnd á veg­um Mann­rétt­ind­a­ráðs Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a að rann­sak­a 75 til­kynn­ing­ar þar sem tal­ið er að nauðg­un­um hafi ver­ið beitt sem stríðs­vopn­i af rúss­nesk­a hern­um í Úkra­ín­u.

„Við hjá UN Wo­men á Ís­land­i erum ó­end­an­leg­a þakk­lát fyr­ir þann stuðn­ing og frum­kvæð­i sem 66°Norð­ur hef­ur sýnt með þess­u mik­il­væg­a sam­starfs­verk­efn­i. Gríð­ar­leg þörf er á fjár­magn­i til þeirr­a verk­efn­a sem UN Wo­men sinn­ir núna í Úkra­ín­u, þar sem 90% þeirr­a sem eru á flótt­a eru kon­ur og börn. Þett­a er ekki í fyrst­a sinn sem 66°Norð­ur styð­ur við okk­ar starf, því nú þeg­ar eig­um við í ó­met­an­leg­u sam­starf­i um að styrkj­a at­vinn­u­þátt­tök­u og fjár­hags­legt ör­ygg­i sýr­lenskr­a kvenn­a á flótt­a sem hlot­ið hafa al­þjóð­leg­a vernd í Tyrk­land­i, en það verk­efn­i er einn­ig rík­u­leg­a styrkt af ut­an­rík­is­ráð­u­neyt­in­u.

Gríð­ar­leg þörf er á fjár­magn­i til þeirr­a verk­efn­a sem UN Wo­men sinn­ir núna í Úkra­ín­u, þar sem 90% þeirr­a sem eru á flótt­a eru kon­ur og börn.

Það er ein­stakt að sjá fyr­ir­tæk­i taka af skar­ið og sýna sam­fé­lags­leg­a á­byrgð með því að styðj­a við kon­ur og stúlk­ur á flótt­a. Stuðn­ing­ur 66° Norð­ur er ekki síð­ur mik­il­væg­ur í ljós­i þess að fjöld­i fólks á flótt­a í heim­in­um í dag hef­ur aldr­ei ver­ið meir­i, en það er heims­met sem ekk­ert okk­ar vild­i sjá sleg­ið. Það er von okk­ar að 66°Norð­ur verð­i fyr­ir­mynd og öðr­um fyr­ir­tækj­um til eft­ir­breytn­i í þess­um efn­um, enda er ljóst að ekki verð­ur hægt að mæta þörf­um þeirr­a 100 millj­ón­a sem nú eru á flótt­a í heim­in­um nema með auk­inn­i þátt­tök­u eink­a­geir­ans,“ seg­ir Stell­a Sam­ú­els­dótt­ir fram­kvæmd­a­stýr­a UN Wo­men á Ís­land­i, í til­kynn­ing­u.

Bjarn­ey Harð­ar­dótt­ir, eig­and­i 66°Norð­ur, tek­ur und­ir það og seg­ir að sam­starf­ið við UN Wo­men sé ein­stakt.

„Það hef­ur ver­ið ein­stakt að vinn­a með UN Wo­men á Ís­land­i bæði að þess­u verk­efn­i þar sem við erum að styðj­a við kon­ur á flótt­a í Úkra­ín­u og sam­starfs­verk­efn­in­u í Tyrk­land­i. Við starf­rækj­um verk­smiðj­ur í Lett­land­i og byrj­uð­um strax að huga að leið­um til að styðj­a við fólk á flótt­a frá stríð­in­u. Við höf­um á­vallt haft jafn­rétt­i og sjálf­bærn­i í önd­veg­i og fylgj­um eft­ir Heims­mark­mið­um Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a. Við erum með­vit­uð um að við öll þurf­um að leggj­a okk­ar lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að stuðl­a að betr­i heim­i.“