„Það er búið að vera mikið álag á spítalanum, en sér­stak­lega bráða­mót­tökunni síðustu vikuna. Það er enn mikið álag þó það hafi létt frá því sem var á föstu­dag eða laugar­dag,“ segir Jón Magnús Kristjáns­son, yfir­læknir á bráða­mót­töku Land­spítalans, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Jón Magnús segir að á­stæðan sú að nú sé aftur, eins og var fyrir um ári síðan, fjöldi sjúk­linga sem bíða þess að komast í inn­lögn á legu­deild.

„Því er minna pláss fyrir nýja ein­stak­linga sem leita til okkar og af því að starfs­fólkið þarf að sinna og hjúkra þeim sem eru að bíða eftir inn­lögn er meira álag á þeim að sinna því verk­efni og að taka á móti nýjum sjúk­lingum. Tvö­falt álag sem verður til,“ segir Jón Magnús.

Land­spítalinn hefur því beint til til fólks að leita til heilsu­gæslu­stöðvar í sínu hverfi eða til Lækna­vaktarinnar.

„Ef fólk er með vægari ein­kenni eða vægari á­verka þá bendum við því að leita til heilsu­gæslunnar og ef að matið gefur til­efni til að við­komandi fari á bráða­mót­töku þá er þeim vísað á­fram til okkar en heilsu­gæslan hefur bætt sína þjónustu um­tals­vert á síðustu árum og getur sinnt fjölda vægari slysa og veikinda,“ segir

Hann átti von á því að það væri álag næstu daga meðan væri verið að vinna úr þessu.

„Þetta er þetta lang­vinna á­stand í átt við það sem var rætt tölu­vert í fjöl­miðlum fyrir ári síðan. Það er enn verið að bíða eftir því að það raun­gerist að það verði boðin út hjúkrunar­rými fyrir 80 til 90 ein­stak­linga eins og talað var um í fjár­lögum fyrir ára­mót. Það hefur ekki verið gert þótt að það hefði verið sagt að þau ættu að taka til starfa á fyrsta árs­fjórðungi. Það þarf fleiri rými fyrir fólk sem hefur lokið sjúkra­hús­þjónustu þannig spítalinn geti ein­beitt sér að þeim sem þurfa á sér­hæfðri þjónustu að halda,“ segir Jón Magnús að lokum.

Hér að neðan má sjá færslu á Face­book-síðu Land­spítalans þar sem fólk er hvatt til þess að leita annað en til þeirra ef hægt er og ýmsar leið­beiningar.

MJÖG LÖNG BIÐ Á BRÁÐAMÓTTÖKU: LEITIÐ TIL LÆKNAVAKTAR EÐA HEILSUGÆSLU EF KOSTUR ER Landspítali vekur athygli á því að...

Posted by Landspítali on Saturday, 9 January 2021