Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herrar hefur breytt reglu­gerð um far­sóttar­húsin að þau verði að­eins fyrir fólk sem er í ein­angrun. Fólk sem er í sótt­kví þarf að leita annað þar sem hefur skapast mikið álag á farsóttarhúsin. Komið hafa upp til­felli þar sem smitaðir ein­staklingar fá ekki pláss og hafa þurft að dvelja í bílum sínum þar sem þeir eiga ekki í önnur hús að leita.

Haft er eftir Svan­dísi að samninga­við­ræður séu í gangi fyrir tvö ný sótt­varnar­hús. Reglu­gerðin tekur gildi í næstu viku og mun þá skapast rými fyrir þá sem eru smitaðir af CO­VID-19. „Við höfum á­kveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferða­menn í sótt­kví verði að finna sér önnur úr­ræði en far­sótta­rhús stjórn­valda.“ Enn fremur segir hún „Fyrir­komu­lagið eins og það er nú er eitt­hvað sem gengur ekki til lengdar að fólk í sótt­kví geti tekið hana út á far­sóttar­húsum.“

Svan­dís sagði í sam­tali við Vísi að með tveimur að­gerðum ætti það að leysa vandann hjá far­sótta­húsunum annars vegar stytting tímans á því sem ein­kenna­laust bólu­sett fólk þarf að vera í ein­angrun vegna smits af co­vid-19 og hins vegar að far­sótta­húsin séu ein­göngu fyrir þá sem eru sýktir, en ekki þá sem þurfa að sæta sóttkvíar.