Hætta þurft við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem átti að fara fram í sumar. Fjárhagstjón góðgerðarfélaganna, sem mörg treysta mikið á áheitin vegna hlaupskns, er gríðarlegt.

Sérstaklega þar sem það þurfti að fresta hlaupinu annað árið í röð. Árið 2019 söfnuðust til að mynda rúmlega 170 milljónir til góðra málefna en í dag stendur söfnunin í rúmlega 37 milljónum.

Þeir hlauparar sem ætluðu að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu eru þrátt fyrir frestunina hvattir til þess að hlaupa sína eigin leið og safna áheitum.

Söfnuninni lýkur formlega á mánudaginn en nokkur félög og hlauparar ætla að hlaupa um helgina. Dæmi um góðgðerfélög sem hlaupa á til styrktar eru eftirfarandi:

- Ljónshjarta samtökin – safna í sjóðinn „Grípum Ljónshjarta börn“ en sjóðurinn niðurgreiðir alla sálfræðiaðstoð barna sem misst hafa foreldri. Event - https://www.facebook.com/events/119255830378383

- Minningarsjóður Jennýjar Lilju – sjóðurinn safnar pening til að styrkja þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. https://www.facebook.com/events/s/hlaupum-fyrir-jenny-lilju/873783753525427/

- MS félagið – safnar til að veita þeim með MS sjúkdómin sem og aðstandendum stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. https://fb.me/e/1IDFGYE0O

- Barnaspítali Hringsins, Vökudeild. Fannar Guðmundsson hefur safnað 2.5 milljón, en hann ásamt hóp ætla að hlaupa á laugardaginn, sem og starfsmenn Vökudeildar. Fannar hleypur heilt maraþon og safnar fyrir CPAP síblásturtæki sem eru nauðsynlegt til að hjálpa veikum börnum.

Hægt að styrkja hlaupara og góðgerðarfélög á hlaupastyrkur.is, en söfnuninni lýkur mánudaginn 20. september

Hægt er að styrkja með því að senda SMS í númerið 1900.

  • Hlaup 1 fyrir 1.000 kr
  • Hlaup 2 fyrir 3.000 kr
  • Hlaup 3 fyrir 5.000 kr.