Vaxandi suðaustanátt er með morgninum á höfuðborgarsvæðinu í dag og fer að rigna með 13-20 m/s eftir hádegi og talsverðri rigningu segir á vef Veðurstofunnar. Sums staðar verður mikil úrkoma sunnanlands. Mun hægari vindur og þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Hiti 8 til 15 stig. Suðaustan 8-15 í kvöld og mjög vætusamt á landinu.


Á morgun:

Sunnan 10-18 á morgun, en lengst af hægari vindur norðvestantil á landinu og með vesturströndinni. Víða rigning og hiti 10 til 14 stig, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert með allt að 20 stiga hita.