Fólk 60 ára og eldri og fólk með undir­liggjandi sjúk­dóma er hvatt til að þiggja örvunar­skammt af bólu­efni við Co­vid-19 ef fjórir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólu­setningu, þetta kemur fram í sam­eigin­legri til­kynningu frá sótt­varnar­lækni og Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins.

„Örvunar­bólu­setning verndar fólk fyrir al­var­legum af­leiðingum Co­vid-19 en aldur er einn stærsti á­hættu­þátturinn fyrir al­var­legum af­leiðingum sjúk­dómsins,“ segir í til­kynningunni.

Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins sér um bólu­setningar á höfuð­borgar­svæðinu en heil­brigðis­stofnanir utan höfuð­borgar­svæðisins munu annast bólu­setningar fyrir sína skjól­stæðinga.

Bóka þarf tíma í bólu­setningu í gegnum mínar síður á Heilsu­veru eða í gegnum síma hjá hverri heilsu­gæslu­stöð. Þá er einnig hægt að bóka tíma hjá Upp­lýsinga­mið­stöð Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins í síma 513-1700 og í gegnum net­spjall Heilsu­veru. Mis­jafnt er milli stöðva á hvaða tímum boðið er upp á bólu­setningar og er hægt að finna nánari upp­lýsingar á vef­síðu hverrar heilsu­gæslu­stöðvar eða við tíma­bókun.

Upp­lýsingar um auka­verkanir vegna Co­vid-19 bólu­setningar er að finna á vefnum co­vid.is.