Vil­hjálmi Birgis­syni, for­manni Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, er lítt skemmt yfir boðuðum verð­hækkunum fyrir­tækisins ÍSAM vegna kjara­samninganna sem ný­verið voru sam­þykktir og nú eru greidd at­kvæði um.

„Þessi hótun er með svo miklum ó­líkindum í ljósi þess að samnings­aðilar voru sam­mála um að líf­kjara­samningurinn myndi stuðla að verð­stöðug­leika og myndi leiða til lækkunar vaxta, en nú er ljóst að þetta fyrir­tæki ætlar ekki að taka þátt í því að láta líf­kjara­samninginn skila þeim á­vinningi til launa­fólks eins og til stóð,“ skrifar Vil­hjálmur í færslu á Face­book.

Frétta­blaðið fjallaði um fyrir­hugaðar verð­hækkanir ÍSAM, heild­sölu- og fram­leiðslu­fyrir­tæki sem á Mylluna, Ora, Kex­verk­smiðjuna Frón og Kex­smiðjuna, upp á 3,9 prósent, í gær. Gæða­bakstur greindi síðan við­skipta­vinum sínum frá því í dag að fé­lagið hygðist hækka verð á sínum vörum um 6,2 prósent frá og með næsta mánuði. Á­stæðurnar væru nokkrar, meðal annars verð­hækkun á hveiti, hækkun gengis og ný­undir­ritaðir kjara­samningar, en síðastnefndi þátturinn ber ábyrgð á þriggja prósenta hækkun.

„Ég hef tekið þátt í kjara­samninga­gerð í 15 ár og á þessum 15 árum man ég aldrei eftir því að for­stjóri fyrir­tækis hóti í miðri kosningu um kjara­samning hækkun á öllum vörum fyrir­tækisins ef kjara­samningur verði sam­þykktur eins og for­stjóri ÍSAM, heild­sölu- og fram­leiðslu­fyrir­tæki gerði gagn­vart við­skipta­vinum sínum,“ segir Vilhjálmur.

Hann kveðst vart muna annað eins – að fyrir­tæki hóti í miðri kosningu um kjara­samning hækkun á öllum vörum sínum. Hann telur að verka­lýðs­hreyfingin þurfi að bregðast við af­dráttar­laust.

„Á þeirri for­sendu er ljóst að verka­lýðs­hreyfingin verður að bregðast við þessari hótun með af­gerandi hætti og tel ég morgun­ljóst að við verðum að hvetja okkar fé­lags­menn til að hunsa vörur frá þessu fyrir­tæki ef fyrir­tækið stendur við hótun sína,“ skrifar hann að lokum.