Tals­vert var að gera hjá björgunar­sveitum á landinu í gær­kvöldi og í nótt vegna veðurs. Að sögn Davíðs Más Bjarna­sonar, upp­lýsinga­full­trúa Lands­bjargar, var mest að gera á Norður- og Vestur­landi.

„Björgunar­sveitir voru að að­stoða öku­menn í vand­ræðum á bæði Norður- og Vestur­landi alveg frá seinni­part í gær. Það minnkaði um kvöldið en hélt þó á­fram inn í nóttina. Það voru nokkur út­köll í nótt á Vestur­landi og það al­var­legasta flutninga­bíll sem fór á hliðina Þröskuldum,“ segir Davíð Már.

Hann segir að sem betur fer hafi það farið vel og engin stór­kost­leg slys orðið á fólki. Það þurfi þó að kalla til björgunar­sveit til að að­stoða sjúkra­flutninga­menn á svæðið.

„Mér skildist að það hefðu ekki orðið nein al­var­leg slys,“ segir Davíð Már.

Þið verðið á­fram í við­bragðs­stöðu?

„Já, við fylgjumst vel með stöðunni, veðrinu og spánni alveg fram á morgun. Það sem við sáum í gær­kvöldi er að ferða­veður og færð á vegum, sér­stak­lega á heiðum, var ekki með besta móti. Þannig við hvetjum fólk til þess að fylgjast vel með ef það er að fara að ferðast á milli lands­hluta og huga að öryggi og á­standi bílanna sinna. Fólk meti hvort það sé klárt í ferða­lag. Ef það lendi í ein­hverjum vand­ræðum að hringja eftir að­stoð og halda kyrri fyrir í bílnum en ekki aka af stað í leiðinda­veður,“ segir Davíð Már að lokum.