Björgunarsveitir voru kallaðar út í um 40 skipti vegna óveðursins sem reið yfir landið á sunnudag. Rauðar viðvaranir voru í gildi á Norðausturlandi og Suðausturlandi vegna stífrar norðanáttar og mikillar ofankomu.

Óttast var að veðrið yrði sambærilegt við desemberstorminn árið 2019. Rask og tjón var þó mun minna en þá og fólk hélt sig almennt heima. Einnig hafði verið búist við fleiri útköllum björgunarsveita.

Rafmagn datt út á stöku stað á Norðurlandi og Austurlandi á sunnudag en truflanirnar stóðu ekki yfir lengi. Lengst var rafmagnslaust í Jökuldal á Austurlandi.