Dauð hrefna liggur nú í Stein­svör á Akra­nesi eftir að henni rak á land í morgun. Þetta kemur fram á vef Skessu­horns.

Þar segir meðal annars að dýrið sé full­vaxið, um átta til tíu metra langt. Búið sé að gera Um­hverfis­stofnun við­vart en ekki megi hreyfa við dýrinu fyrr en starfs­menn stofnunarinnar hafi tekið sýni og mælt það.

Lög­reglan og Heil­brigðis­eftir­lit Vestur­lands bendi fólki á að fara ekki of ná­lægt dýrinu vegna mögu­legrar bakteríu­sýkingar. Hrefnan sé einnig út­þanin og gæti sprungið.

„Það er hiti í skrokknum, við settum upp dróna með hita­mynda­vél. Við sjáum það er gerjun í gangi,“ segir Ás­mundur Kr. að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn á Vestur­landi.

Hann segir lög­regluna hafa lokað vett­vanginn af vegna hættu á að hræið springi. „Þetta vekur alltaf at­hygli, það var fullt af fólki komið þangað.“