Blæðingarnar á Hring­veginum milli Borgar­ness og Akur­eyrar eru mun minni í dag en síðustu daga. Vega­gerðin hefur þó enn á­hyggjur af því að á­standið gæti versnað með hækkandi hita­stigi þegar líður á daginn.

Veg­far­endur eru því hvattir til að vera ekki á ferðinni að ó­þörfu og fylgjast með fréttum frá Vega­gerðinni. Vegurinn var hreinsaður í gær og var yfir­farinn aftur í morgun. Gert er svo ráð fyrir að hita­stig fari lækkandi í kvöld og á morgun sem mun hjálpa til við að stöðva blæðingarnar.

Ljóst er að tals­vert tjón hefur orðið á öku­tækjum á svæðinu síðustu sólar­hringa, sér­stak­lega á þungum vöru­flutninga­bílum.

Tilkynning Vegagerðarinnar.