Fé­lag­ar í verk­efn­in­u Ung­ling­ar gegn of­beld­i segj­a mik­il­vægt að fólk á öll­um aldr­i fái þau skil­a­boð að það megi segj­a frá of­beld­i og eigi rétt á að­stoð til að vinn­a úr af­leið­ing­um of­beld­is.

Ung­ling­ar gegn of­beld­i er sam­starfs­verk­efn­i Stíg­a­mót­a og Sam­fés og saman­stendur af ung­ling­um á aldr­in­um 14-17 ára sem berj­ast fyr­ir jafn­rétt­i og gegn of­beld­i.

„Um­ræð­an und­an­farn­a daga og vik­ur hef­ur ekki far­ið fram hjá okk­ur unga fólk­in­u og við lát­um okk­ur of­beld­i varð­a,“ seg­ir í til­kynn­ing­u um verk­efn­ið. Mark­mið hóps­ins er fræðsl­a um sam­skipt­i og sam­bönd. „Einn­ig að hvetj­a fólk til að tala um til­finn­ing­ar sín­ar, læra að þekkj­a og virð­a mörk, bæði sín og ann­arr­a.“

Nú stendur yfir ár­leg for­varn­ar­her­ferð Stíg­a­mót­a, Sjúk­ást, og í ár er lögð á­hersl­a á að ungt fólk þekk­i mun­inn á heil­brigð­um, ó­heil­brigð­um og of­beld­is­full­um sam­bönd­um. Á vef á­taks­ins má taka próf sem hjálp­ar fólk­i að grein­a þar á mill­i.