Abendingar hafa boristtil Fjarðabyggðar um hraðakstur á götum sveitarfélagsins. Sá sveitarfélagið sig knúið að minna ökumenn á að hámarkshraði innan þéttbýlismarka í Fjarðabyggð er 40 kílómetrar á klukkustund, nema að annað sé tekið fram.

Samkvæmt frétt sveitarfélagsins hefur ábendingum um þetta fjölgað mikið undanfarið. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, segir þetta gert í samstarfi við lögreglu.

„Þó það sé sumar og sól og veitingastaðir loka snemma og engar hátíðir þá á ekki að taka það út á götunum. Það verður að losa um COVID- spennuna einhvern veginn öðruvísi,“ segir hann léttur.