Gögn úr dulkóðuðu appi og umfangsmikil peningaþvættisrannsókn var það sem kom lögreglu á sporið í rannsókn sinni í langstærsta kókaínmáli Íslandssögunnar.

Frá því var greint í hádegisfréttum RÚV en sama fréttastofa greindi frá því í gær að fjórir karlmenn hefðu verið ákærðir fyrir að reyna að smygla til Íslands hundruð kílóum af kókaíni. Héraðssaksóknari fór í gær fram á framlengt varðhald mannanna fjögurra sem hafa verið í haldi frá því í sumar.

Efnið fannst í Hollandi en tollverðir þar fundu það eftir ábendingu frá lögreglunni á Íslandi. Á vef RÚV segir að efnið hafi verið vel falið inn í timbri.