Karl­maður á þrí­tugs­aldri var í gær myrtur í Hus­by í norð­vestur­hluta Stokk­hólms en að sögn lög­reglu var maðurinn tengdur skipu­lögðum glæpa­sam­tökum í hverfinu og hefur setið inni í fangelsi fyrir gróft brot. Vitað var að maðurinn hafi átt í deilum við önnur glæpa­gengi á svæðinu.

Að því er kemur fram í frétt SVT um málið var maðurinn skotinn til bana um miðjan dag á lestar­stöð og voru þó nokkur vitni að at­vikinu. Þá er einnig greint frá því að eftir morðið hafi flug­eldum verið skotið upp í Sollentuna og fólk hafi spilað á trommur til að fagna, samkvæmt heimildarmanni blaðamanns SVT.

Að­stoðar­lög­reglu­stjóri í Järva greindi frá því fyrr í dag að nokkrir hafi verið hand­teknir í tengslum við málið, þar á meðan einn sem tengist Hus­by Híenunum, glæpa­sam­tökum yngri ein­stak­linga á svæðinu, en hópurinn er talinn hafa staðið fyrir fleiri morðum í Hus­by.

Lög­regla segir þó of snemmt að segja til um hvort morðið tengist skipu­lögðum glæpa­sam­tökum en í Stokkhólmi má finna fjölmörg glæpasamtök sem takast nú á.

Um mið­nætti í gær var síðan annar maður á þrí­tugs­aldri skotinn á bíla­stæði í Hjulsta, sem er á sama svæði og Hus­by, en maðurinn lést af sárum sínum á spítala skömmu síðar. Enginn er nú í haldi lög­reglu í tengslum við málið en lög­regla kannar hvort tengsl hafi verið milli þess og málsins í Hus­by.