Karlmaður á þrítugsaldri var í gær myrtur í Husby í norðvesturhluta Stokkhólms en að sögn lögreglu var maðurinn tengdur skipulögðum glæpasamtökum í hverfinu og hefur setið inni í fangelsi fyrir gróft brot. Vitað var að maðurinn hafi átt í deilum við önnur glæpagengi á svæðinu.
Að því er kemur fram í frétt SVT um málið var maðurinn skotinn til bana um miðjan dag á lestarstöð og voru þó nokkur vitni að atvikinu. Þá er einnig greint frá því að eftir morðið hafi flugeldum verið skotið upp í Sollentuna og fólk hafi spilað á trommur til að fagna, samkvæmt heimildarmanni blaðamanns SVT.
Fyrverkerier på Malmvägen i Sollentuna efter mord i Husby, berättar boende. Resterna av pjäserna låg kvar när jag besökte platsen idag. https://t.co/5zvF2xujET pic.twitter.com/UeaUfM78Yd
— Diamant Salihu (@Diasal) June 1, 2021
Aðstoðarlögreglustjóri í Järva greindi frá því fyrr í dag að nokkrir hafi verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðan einn sem tengist Husby Híenunum, glæpasamtökum yngri einstaklinga á svæðinu, en hópurinn er talinn hafa staðið fyrir fleiri morðum í Husby.
Lögregla segir þó of snemmt að segja til um hvort morðið tengist skipulögðum glæpasamtökum en í Stokkhólmi má finna fjölmörg glæpasamtök sem takast nú á.
Um miðnætti í gær var síðan annar maður á þrítugsaldri skotinn á bílastæði í Hjulsta, sem er á sama svæði og Husby, en maðurinn lést af sárum sínum á spítala skömmu síðar. Enginn er nú í haldi lögreglu í tengslum við málið en lögregla kannar hvort tengsl hafi verið milli þess og málsins í Husby.
Man ihjälskjuten på parkeringsplats i Hjulsta i natt – flera gärningsmän jagas • Polisen utreder koppling till mord bara timmar tidigarehttps://t.co/6Hcy2H9HEO
— Expressen (@Expressen) June 1, 2021