Páll Einars­son, jarð­eðlis­fræðingur, segir fleka­skil á Reykja­nes­skaga austan Kleifar­vatns bjóða upp á stærri skjálfta miðað við nú­verandi þróun jarð­hræringa á svæðinu. Alltaf sé erfitt að segja ná­kvæm­lega til um fram­tíðina á dögum sem þessum.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Páll að jarð­skjálfta­hrinan sé fram­hald af þeirri um­brota­hrinu sem hafi gengið yfir Reykja­nes­skaga í rúma fjór­tán mánuði og hófst í desember 2019. „Þá hófust skjálfta­hrinur í Fagra­dals­fjalli og síðan hefur dunið yfir hver hrinan á fætur annarri af jarð­skjálftum,“ segir hann.

„Svo blandast inn í þetta, sem við höfum ekki séð áður, kviku­inn­skotin sem byrjuðu í lok janúar í fyrra við Þor­björn. Síðan hefur þetta gengið allan tímann þangað til núna og er ekkert að gefa neitt eftir,“ segir Páll.

Jarð­skjálfta­hrinur dagsins í dag sýni fram á að virknin sé síst að minnka. Þá blandist svo­kölluð kviku­inn­skot við skjálftana.

„Þar hafa verið þrjú sem við höfum getað mælt í ná­grenni við Grinda­vík og eitt í við­bót í Krýsu­vík. Svo er vís­bending um það fimmta á Reykja­nesi. Þannig það er hvort tveggja í gangi; skjálfta­virkni á fleka­skilum og svo fylgja þessu kviku­hreyfingar.“

Fjörugur há­degis­fundur jarð­eðlis­fræðinga

Kennarar við Jarð­vísinda­deild Há­skóla Ís­lands standa fyrir viku­legum há­degis­fundi með nem­endum á mið­viku­dögum. Páll segir að­spurður að fundur dagsins hafi verið sér­lega fjörugur.

„Hann var við­burðar­ríkur, enda fengum við nú næst­stærsta skjálftann á miðjum fundi,“ segir Páll. „Það er alltaf við­burðar­ríkt þegar svona gengur yfir og skapar mögu­leika til frekari rann­sókna og gefur okkur tæki­færi til að auka skilning okkar.“

Að­spurður út í fram­haldið, nú þegar al­manna­varnir hafa lýst yfir hættu­stigi á Reykja­nesinu og höfuð­borgar­svæðinu, segir Páll engan geta sagt til um það. „Þegar þetta er svona þá er enginn sem getur sagt ná­kvæm­lega til um það,“ segir hann.

Þróunin bjóði upp á stærri at­burði

„Við vitum bara að skaginn og fleka­skilin eru í ó­stöðugu á­standi og þá þykir vissara að allir séu við­búnir því. Enn­þá býður þessi þróun upp á stærri at­burði, það er að segja aðal­lega í sam­bandi við jarð­skjálfta.“

Inntur eftir því hvað hann eigi við með stærri at­burði segir Páll að at­burðir hafi hingað til allir orðið á fleka­skilunum fyrir vestan Kleifar­vatn. „Fleka­skilin halda hins­vegar á­fram til austurs og þar er fóður fyrir miklu stærri skjálfta. Þannig sá hluti af fleka­skilunum er enn ó­brotinn. En þetta eru engir risa­skjálftar sem er búist við, en nægi­lega stórir til að geta valdið tjóni og gætu valdið usla í fjalls­hlíðum, eins og skíða­svæðinu í Blá­fjöllum,“ segir Páll.

Litið sé til jarð­skjálfta á svæðinu sem menn þekki, eins og urðu til að mynda árið 1929 og 1968. „Þá urðu skjálftar þarna upp á 6 og 6 og hálft stig. Það eru all­miklu stærri skjálftar en þeir sem við höfum séð hingað til núna síðasta árið,“ segir hann.

„Þetta eru ekkert stór­hættu­legir skjálftar nema kannski í ein­staka að­stæðum sem upp geta komið, eins og í sam­bandi við skíða­ferðir ef að snjó­fljóð koma upp sem geta komið upp í kjöl­farið. Þá er betra að allir hafi augun hjá sér og varist að­stæður sem geta valdið hættu. En þetta er ekkert neyðar­á­stand, því skjálftarnir 1929 og 1968 ollu tjóni en ekki neinu gríðar­legu.“

Fólk á þekktum jarðskjálftasvæðum er hvatt til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta:

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021