Land­læknir hefur nú hafið skoðun sína á skýrslu Land­spítalans um hóp­sýkinguna á Landa­koti. Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítalans, greindi frá því á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna fyrr í dag.

Hann sagði einnig frá því að fram­kvæmda­stjórn spítalans hefði nú rýnt í skýrsluna og að vinni nú að úr­bótum. Hann sagði sumar þeirra nú þegar hafnar eins og fram­kvæmdir á K1 legu­deild á Landa­koti en þar er nú unnið að því að setja loft­ræstingu, sem hann sagði af bestu gerð.

Hann sagði að það væri nú unnið að því að flytja síðustu sjúk­lingana af Landa­koti sem eru þar í ein­angrun svo hægt sé að ljúka þar þrifum og koma starf­seminni í eðli­legt horf.

Ástandið batnandi

Már sagði á­standið á spítalanum annars batnandi og sagði að­eins tíu inni­liggjandi með virka sýkingu. Hann sagði þó 35 hafa lokið ein­angrun og eru að glíma við eftir­köst eða undir­liggjandi önnur vanda­mál sem þau hafi verið að glíma við fyrir.

Hann sagði að val­kvæðar að­gerðir væru að ein­hverju leyti hafnar en það væri unnið að því að koma í samt horf. Þá sagði hann einnig búið að vera mikið álag á gjör­gæslunni.

Hann sagði álag mest á spítalanum þegar mikið er af sam­fé­lags­smitum og sagði mikil­vægt að al­menningur gætti vel hver að öðrum og þannig getum við haldið sam­fé­lags­smitum í lág­marki og verndað við­kvæmustu hópana.