Á­ætlað er að nýr sæ­strengur verður lagður til Vest­manna­eyja sumarið 2025 í stað 2027 en sam­kvæmt nýrri greiningu verk­fræði­stofunnar Eflu er sam­fé­lags­legur kostnaður um 100 milljónir ár­lega við að hafa ekki vara­tengingu til eyjanna en eins og stendur er að­eins einn sæ­strengur sem liggur til Vest­manna­eyja.

Því hefur, sam­kvæmt til­kynningu Lands­nets, verið á­kveðið að flýta lagningu sæ­strengsins. Hann hefur verið til um­ræðu ný­lega en í til­kynningu kemur fram að nýr strengur verður 66 kV og verður sam­bæri­legur við Vesta­mann­eyja­línu 3.

Það er strengur sem bilaði fyrr í mánuðinum en fram kemur í til­kynningunni að undir­búningur að við­gerð á honum sé í fullum gangi.

„Flýting Vest­manna­eyjar­strengs 4 kemur sér einnig vel við að ná fram sam­legðar­á­hrifum í fram­kvæmdum Lands­nets en lagning sæ­strengs yfir Arnar­fjörð er einnig á fram­kvæmda­á­ætlun. Með því að leggja báða þessa sæ­strengi á sama tíma má spara kostnað við streng­lagningar­skip sem þarf að fá til landsins í verkið og getur sparnaðurinn hlaupið á hundruðum milljóna,“ segir að lokum í til­kynningunni.