Skortur á bóluefni við kórónaveirunni og hægagangur við bólusetningu hjá mörgum þjóðum heims hefur leitt til þess að ferðaþjónusta sem gerir út á bólusetningu er orðin vinsæl í Bandaríkjunum.

Þannig streymir fólk á bandaríska grundu til þess að fá bóluefni við veirunni en tæplega 50 prósent Bandaríkjamanna eru nú fullbólusett. Hlutfall bólusettra er mun lægra víðs vegar um heiminn.

Fram kemur í frétt BBC að til að mynda hafi um það bil eitt þúsundmanns frá 50 þjóðlöndum fengið bóluefni við veirunni á alþjóðaflugvellinum í San Francisco.

Þar er hægt að fá bóluefnið endurgjaldslaust með því skilyrði að þeir sem ætli að þiggja sprautuna séu eldri en átján ára, séu ekki smitaðir af veirunni og hafi ekki fengið skammt af bóluefni áður.

Farþegar sem koma til Bandaríkjanna greiða allt upp í 20 þúsund Bandaríkjadollara fyrir ferðalagið og þurfa að vera í sóttkví í Bandaríkjunum í tvær vikur eftir sprautuna.