Innlent

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt.

Lögregla stöðvaði nokkra ökumenn á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fréttablaðið/Eyþór

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af pari í miðborg Reykjavíkur vegna vörslu fíkniefna. Eldri handtökuskipun var á manninum og var hann því fluttur til afplánunar í fangelsi tafarlaust, að því sem fram kemur í dagbók lögreglu. 

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um umferðarslys við gatnamót á Höfðabakkabrú Sá sem varð valdur að slysinu er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá er hann grunaður um að hafa ekið á rauðu ljósi. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl þeirra. 

Eftir aðhlynningu var umræddur maður vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Báðir bílarnir voru fluttir af vettvangi með dráttarbíl. 

Þá stöðvaði lögregla tvö í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en annar ökumaðurinn ók mót einstefnu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Innlent

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Innlent

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Auglýsing

Nýjast

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Danir vara við því að vera einn á ferð um Marokkó

Gulu vestin brenndu og stórskemmdu tollahlið

Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju

Auglýsing