Innlent

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt.

Lögregla stöðvaði nokkra ökumenn á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fréttablaðið/Eyþór

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af pari í miðborg Reykjavíkur vegna vörslu fíkniefna. Eldri handtökuskipun var á manninum og var hann því fluttur til afplánunar í fangelsi tafarlaust, að því sem fram kemur í dagbók lögreglu. 

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um umferðarslys við gatnamót á Höfðabakkabrú Sá sem varð valdur að slysinu er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá er hann grunaður um að hafa ekið á rauðu ljósi. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl þeirra. 

Eftir aðhlynningu var umræddur maður vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Báðir bílarnir voru fluttir af vettvangi með dráttarbíl. 

Þá stöðvaði lögregla tvö í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en annar ökumaðurinn ók mót einstefnu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Innlent

Loka við Skóga­foss

Innlent

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Auglýsing

Nýjast

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Heppi­legra að hækka launin oftar og minna í einu

Sigurður Ragnar í fjögurra og hálfs árs fangelsi

„Opin­berar sturlað við­horf við­semj­enda okkar“

Auglýsing