Kvik­mynd­a­gerð­ar­menn sem dvöld­u í rann­sókn­ar­kof­a á veg­um Há­skól­ans í Ár­ós­um á Græn­land­i feng­u held­ur ó­skemmt­i­leg­a heim­sókn að­far­a­nótt mán­u­dags. Einn þeirr­a vakn­að­i við ís­björn sem brot­ist hafð­i inn um glugg­a í her­berg­i hans.

Ís­björn­inn réðst á mann­inn, sem er dansk­ur, og beit af kraft­i í vinstr­i hönd hans en við það vökn­uð­u fé­lag­ar hans. Þeim tókst að reka ís­björn­inn á brott með blys­byss­u.

Frá þess­u er greint á Fac­e­bo­ok-síðu Artisk Komm­and­o. Kof­inn sem menn­irn­ir dvöld­u í er í um 400 metr­a fjar­lægð frá dönsk­u her­stöð­inn­i Dan­e­borg og gerð­u þeir her­sveit­inn­i Sír­í­us við­vart um á­rás­in­a.

Ísbjörninn hefur lengi verið til vandræða.
Mynd/Artisk Kommando

Tveir her­menn héld­u að kof­an­um og á­kveð­ið var að flytj­a mann­inn á her­stöð­in­a eft­ir að þeir höfð­u kann­að meiðsl­i hans. Þar var hins veg­ar eng­inn lækn­ir og her­menn gerð­u að sár­um manns­ins með lækn­i í Dan­mörk­u sér til að­stoð­ar.

Þett­a þótt­i ekki duga til að tryggj­a heils­u manns­ins og var hann því flutt­ur með sjúkr­a­flug­i til Akur­eyr­ar þar sem hann fór á bráð­a­mót­tök­u sjúkr­a­húss­ins á Akur­eyr­i. Hann var þó ekki lagð­ur inn, gert var að sár­um hans og hann sner­i aft­ur til Græn­lands.

Rann­sókn­ar­kof­inn.
Mynd/Artisk Kommando

Er her­menn frá Sír­í­us kíkt­u á kof­ann kom í ljós að ís­björn­inn hafð­i gert til­raun til að kom­ast inn um fleir­i glugg­a en varð ekki káp­an úr því klæð­in­u.

Kvik­mynd­a­gerð­ar­menn­irn­ir þrír fóru aft­ur í rann­sókn­ar­kof­ann og í gær­morg­un höfð­u þeir sam­band við Sír­í­us og greind­u frá því að ís­björn­inn hefð­i snú­ið aft­ur. Her­menn voru send­ir á stað­inn og fæld­u björn­inn í burt­u.

Hann var þó ekki leng­i að snúa aft­ur og skemmd­i fleir­i glugg­a á kof­an­um en mönn­un­um þrem­ur tókst að hrekj­a hann á brott.

Ís­björn­inn hef­ur leng­i ver­ið til vand­ræð­a og er flokk­að­ur af græn­lensk­um stjórn­völd­um sem „vand­ræð­a­björn“. Hann hef­ur fimm sinn­um ver­ið til vand­ræð­a og er rétt­dræp­ur ef hann held­ur á­fram að á­reit­a mann­fólk.