Maður datt af raf­skutlu laust eftir mið­nætti í Vestur­bænum í Reykja­vík í gær. Maðurinn var fluttur með sjúkra­bíl á bráða­deild til að­hlynningar. Ekki er vitað um á­stand mannsins sem stendur en lög­regla greinir frá því að hann hafi hlotið á­verka í and­liti.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði nokkra öku­menn í nótt grunaða um akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna. Einnig var einn öku­maður stöðvaður á Reykja­nes­braut rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og reyndist sá vera réttinda­laust.