Úkraína

Fluttu úkraínsku sjóliðana til Moskvu í fangelsi

Meginþorri þeirra 24 sjóliða sem Rússar handtóku á Asovshafi hafa verið fluttir til Moskvu í fangelsi.

Sjóliði í fylgd rússneskra FSB-manna. Nordicphotos/AFP

Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær.

Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga.

Kallar eftir herkví

Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Úkraína

Aðgerðirnar á Asovshafi draga dilk á eftir sér

Úkraína

Ísland hvetur til stillingar á Asovshafi

Úkraína

Ólga eftir árás á Asovshafi

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing