Karl og kona hlutu á dögunum fimm og fjögurra mánaða fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja fíkniefni til landsins.

Um var að ræða 492 töflur af OxyContin, en þau voru falin í tveimur pakkningum í leggöngum konunnar. Þau voru flutt inn til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi.

Maðurinn, sem er fæddur árið 1993, hlaut jafnframt dóm fyrir umferðarlagabrot, en hann halut þyngri dóm en konan, sem er fædd 2002.

Hann hlaut fimm mánað dóm og er gert að greiða 200 þúsund króna sekt innann fjögurra vikna, en ef hann gerir það ekki hlýtur hann fjórtán daga dóm. Auk þess er honum gert að greiða 270.166 krónur í sakaarkostnað.

Konan hlaut fjögurra mánaða dím og er gert að greiða 94.472 krónur í sakarkostnað.