Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir bílslys í Hvolsdal, skammt frá Búðardal laust eftir klukkan eitt í dag, þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar við Fréttablaðið.

Fólksbíll og vörubíll höfðu ekið saman og þurfti að beita klippum til þess að ná ökumanni fólksbílnum út.

Gunnar Örn Jónsson varðstjóri lögreglunnar á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu RÚV að ökumaðurinn hafi verið með meðvitund eftir hann komst út úr bílnum en engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu.