Fyrir nokkrum dögum var CO­VID19-sjúk­lingur fluttur í fyrsta skipti frá gjör­gæslu­deild Land­spítala í Foss­vogi til gjör­gæslu­deildar spítalans við Hring­braut. Var mikill við­búnaður á spítalanum og notað sér­stakt ein­angrunar­hylki við flutningana. Þetta kemur fram í til­kynningu á Face­book síðu spítalans.

Notað var sér­stakt ein­angrunar­hylki, sem gjarnan er kallað "húdd" af fag­fólki. Með notkun hylkis af þessu tagi er tryggt að smitaðir ein­staklingar smiti ekki aðra við flutning. Enn fremur varnar hylkið því að ein­staklingar sem eru veikir fyrir smitist við flutning milli deilda eða stofnana.

Í til­kynningu spítalans á Face­book segir að sér­stak­lega sé gætt að öryggi sjúk­linga við flutningana með þar til gerðum öryggis­búnaði eins og loft­flæðis- og loft­gæða­nemum, festingum á hylkinu við notkun og öryggis­beltum fyrir sjúk­linginn. Einnig er öryggi þeirra sem vinna með hylkið tryggt.

Húddin upp­fylla öryggis­staðla til notkunar á sótt­varnar­deildum, í sjúkra­bif­reiðum, flug­vélum og þyrlum og skrá­setti ljós­myndari Land­spítalans flutningana.

Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítalinn
Mynd/Landspítali
Mynd/Landspítali
Mynd/Landspítali