Hún Ásta Kristjánsdóttir fékk nokkuð óvenjulega beiðni frá vinkonu sinni þegar hún var á leið út í heimsókn til hennar í Kairó, höfuðborg Egyptalands. Þegar hún var að undirbúa ferðina út fékk hún beiðni um að kaupa „túrtappa plís. eins mikið og þú getur.“

Þegar ég var tilbúin að leggja af stað til Cairo sendir vinkona min fra Egyptarlandi skilaboð og spyr hvort ég geti...

Posted by Asta Kristjansdottir on Saturday, October 12, 2019

„Það kom svo í ljós að túrtappar eru ekki seldir nema á örfáum stöðum í Cairo og oft alls ekki hægt að fá. Fyrir þremur árum var varla hægt að kaupa dömubindi í borginni. Píka er nefnilega skammaryrði og allt sem henni tengist.“

Einhleypar konur „druslur“

Hún segir að strax eftir fyrsta sólarhring sinn í höfuðborginni hafi hún fundið fyrir feðraveldinu í alls konar birtingarmyndum og að það hafi verið „svakalega lamandi tilfinning“. „Samkvæmt samfélaginu þar er ég “drusla” vegna þess að ég er ógift og ekki í sambandi. Ég mundi t.d. eiga í vandræðum með að leigja mér íbúð í Cairo þvi til þess þarf að sýna giftingarvottorð.“ Hún dvaldi hjá vinkonu sinni í tvær vikur en kom aftur heim til Íslands í gær.

Vinnustaðir væru þá einnig mjög tregir til að ráða ógiftar konur í vinnu. „Samfélagið hafnar að mestu “druslum”. Ennþá er verið að skera hlut af snípnum af litlum stúlkum til að koma í veg fyrir að þær geti notið kynlífs þegar þær eldast,“ heldur hún áfram.

„Það er ömurlegt staðreynd að kynsystur mínar í Egyptalandi þurfi árið 2019 að berjast fyrir basic mannréttindum og það er erfitt að horfa upp á hvað það gengur hægt,“ segir Ásta að lokum í færslunni.