Ragnar Sigurðs­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Fjarða­byggð flutti í gær fram­boðs­ræðu á pólsku. Hann segist í sam­tali við Frétta­blaðið ekki vita til þess að ís­lenskur fram­bjóðandi hafi farið með fram­boðs­ræðu á pólsku áður.

Hann segir flokkinn hafa fengið mjög góð við­brögð við mynd­bandinu.

„Ég veit til þess að við í Sjálf­stæðis­flokknum höfum verið með stutt skila­boð á pólsku en ekki svona á­varp,“ sagði Ragnar. Hann segist ekki tala pólsku sjálfur en er á­huga­samur á að finna bót á því.

Á Face­book síðu sinni segir Ragnar um 850 íbúa Fjarða­byggðar hafa er­lent ríkis­fang. Hann segir Fjarða­byggð hafa notið góðs af þeim í­búum sem hafa flust til sveitar­fé­lagsins. „Við skuldum þessu fólki svo­lítið að við opnum að­eins á sam­skiptin og bjóðum þau betur vel­komin með því að nálgast þau meira á þeirra móður­máli,“ sagði Ragnar í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir Sjálf­stæðis­flokkinn í Fjarða­byggð hafa verið dug­legan að höfða til pólsku­mælandi íbúa, „við tókum til dæmis upp á því að hafa fram­boðs­fundi á pólsku“, sagði Ragnar. Hann segir þá fundi hafa verið fjöl­sótta, bæði af þeim Pól­verjum sem lært hafa ís­lensku sem og þeim sem tala einungis pólsku.

„Við þurfum að­eins að fara dýpra í stjórn­mála­um­ræðuna, þau hafa á­huga og þau vilja taka þátt en við þurfum að leggja okkur fram til að ná til þeirra,“ sagði Ragnar.

Sam­kvæmt Stjórnar­ráðinu eru tæp­lega 14 þúsund Pól­verjar á kjör­skrá fyrir komandi sveita­stjórnar­kosningar. Frétta­blaðið greindi frá því í síðustu viku að tæp­lega 32 þúsund er­lendir ríkis­borgarar séu á kjör­skrá fyrir kosningarnar. Hlut­fall út­lendinga á kjör­skrá er því orðið 11,4 prósent.