Öflug vind­hviða varð til þess að flutninga­bíll valt af veginum á Reykja­nes­braut á mið­viku­daginn og kalla þurfti á sjúkra­bíl. Sjúkra­flutninga­menn að­stoðuðu öku­manninn við að komast út um fram­rúðu bílsins og kvaðst öku­maðurinn kenna til eftir ó­happið.

Nokkur um­ferðar­ó­höpp hafa orðið í um­dæmi lög­reglunnar á Suður­nesjum á síðustu dögum sam­kvæmt Lög­reglu­stjóra Suður­nesja. Alls óku þrír öku­menn út af Reykja­nes­brautinni í vikunni.

Úti að aka

Einn öku­maður til við­bótar gerði sit lík­legan til að aka inn í hring­torg og var þá ekið aftan á bif­reið hans. Engin slys urðu á fólki.

Þó nokkrir öku­menn voru kærðir fyrir hrað­akstur en sá sem hraðast ók mældist á 130 kíló­metrar hraða á Reykja­nes­braut þar sem há­marks­hraði er 90. Öku­maðurinn á von á 120 þúsund króna sekt og tveimur refsi­punktum fyrir brotið.