Öku­maður flutninga­bíls var fluttur á slysa­deild í kringum há­degi í dag eftir að bíll hans fór á hliðina á Vestur­lands­vegi við Skipa­nes. Veginum var lokað í kjöl­farið fyrir um­ferð en sam­kvæmt upp­lýsingum frá Lög­reglunni á Vestur­landi er búið að opna fyrir um­ferð aftur. Sam­kvæmt Vega­gerð má þó búast við ein­hverjum töfum.

Mjög hvasst var á vett­vangi þegar bílinn fór utan vegar. Talið er að bíllinn hafi fokið af veginum. Í til­kynningu lög­reglu kemur fram að annar hand­leggur öku­mannsins hafi verið fastur undir bílnum og að nauð­syn­legt hafi verið að kalla til krana­bíl til að losa hann undan bílnum. Að því loknu var hann fluttur með þyrlu Land­helgis­gæslunnar á Lands­spítalann í Foss­vogi.

Búið er að opna fyrir um­ferð um veginn en beðið verður með að fjar­lægja flutninga­bílinn þar til veður gengur niður.

Um tólfleitið í dag fór flutningabíll á hliðina á Vesturlandsvegi við Skipanes. Líklegt er talið að bíllinn hafi fokið...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Wednesday, 20 January 2021

Til­kynningu lög­reglunnar og Vega­gerðarinnar má sjá hér að ofan og neðan.