Afar hæg um­ferð er í kringum Hval­fjarðar­göngin um þessar mundir eftir að flutninga­bíll festist þar á öðrum tímanum í dag.

„Flutninga­bíll er í vand­ræðum í göngunum og unnið er að því að koma honum upp. Um­ferð er hleypt á til skiptis að norðan og sunnan og búast má við um­ferðar­töfum,“ segir í til­kynningu frá Vega­gerðinni.

Far­þegi í um­ferðar­teppinu sem Frétta­blaðið ræddi við um hálf tvö í dag sagði að göngin hafi verið lokuð um stund en nú sé búið að opna þau aftur.

Uppfært 14:40

Búið er að koma flutningabílnum út út göngunum og göngin því opin. Mikil bílaröð er þó ennþá við göngin og mun taka sinn tíma að draga úr henni.