Flugg­ögn benda til þess að Boeing 737-800-þotu kín­verska flug­fé­lagsins China Ea­stern hafi verið brot­lent viljandi þann 21. mars síðast­liðinn.

Þetta herma heimildir Wall Street Journal sem vísar í frum­niður­stöður rann­sóknar á slysinu. Skýrsla um slysið er væntan­leg á næstu vikum en allir um borð, 132 manns, létust þegar vélin brot­lenti.

Á mynd­skeiði sem dreift var á sam­fé­lags­miðlum eftir slysið sást vélin hrapa nánast lóð­rétt til jarðar. Hún var á leið á milli kínversku borganna Kunming og Guangzhou.

Rann­sókn á flug­rita vélarinnar leiddi í ljós, sam­kvæmt heimildum Wall Street Journal, að ein­hver um borð í vélinni; flug­stjóri, flug­maður, far­þegi eða ein­hver úr á­höfn hafi átt við stjórn­tæki vélarinnar.

„Flug­vélin gerði það sem henni var sagt að gera af ein­hverjum í stjórn­klefa vélarinnar,“ hefur blaðið eftir heimildar­manni sínum. Engin neyðar­merki bárust frá vélinni fyrir slysið og þá hafa for­svars­menn China Ea­stern bent á að flug­menn vélarinnar hafi verið reynslu­miklir og við góða and­lega heilsu.