Úkraínska flug­vélin sem brot­lenti skömmu eftir flug­tak í gær­morgun var lík­lega skotin niður. Frá þessu greina er­lendir miðlar og hafa eftir banda­rískum em­bættis­mönnum að Íranir hafi skotið flug­vélina niður fyrir mis­tök.

Banda­ríska sjón­varps­stöðin CBS hefur eftir heimilda­mönnum sínum að leyni­þjónusta Banda­ríkjanna hafi numið radar­merki og tvo flug­skeyti á svæðinu skömmu áður en flug­vélin fórst. Þá eiga einnig að hafa fundist brot úr flug­skeytum ná­lægt flug­vélaflakinu.

Talið er að vélin hafi fyrir mis­tök orðið fyrir rúss­nesku Tor flug­skeyti úr eld­flauga­varnar­kerfi landsins. Rúss­land hefur um ára­bil selt vopn til stjórn­valda í Teheran.

Írönsk stjórn­völd hafa gefið það út að þau muni ekki af­henda Boeing svarta kassa flug­vélarinnar. Flug­vélin var á leið frá Teheran til Kænu­garðs í Úkraínu og voru 176 manns um borð. Úkraínskir rann­sak­endur eru komnir til Teheran til þess að að­stoða við rann­sóknina á flug­slysinu.

Aðrar mögu­legar át­æður fyrir flug­slysinu eru sagðar vera hryðju­verka­á­rás eða að hreyfill hafi sprungið.