Erlent

Flugvél Southwest rakst á kyrrstæða vél WOW

Flugvélar Wowair og bandaríska flugfélagsins Wowair rákust saman á flugvellinu í St. Louis í gær. Engin slys urðu á fólki.

Vél flugfélagsins Southwest ók harkalega á væng íslenska flugfélagsins Wowair

Seinkun varð á flugi flugfélagsins Wowair frá bandarísku borginni St. Louis til Íslands í gær þegar vél frá flugfélaginu Southwest rakst á flugvél Wowair. Áreksturinn var nokkuð harkalegur, ef marka má myndir af atvikinu og virðist annar vængur beggja véla hafa skemmst lítillega. 

Enginn slys urðu á fólki ef marka má erlenda miðla. Flugi Wowair til Íslands hefur seinkað til tíu í kvöld, en vélin átti að lenda klukkan hálf fimm í morgun. 

Ósáttur notandi Twitter greinir frá þessu þar sem hann sendir flugfélaginu Southwest línuna. 

„Southwestair ein af flugvélunum ykkar á STL flugvellinum rakst á væng flugsins míns sem er bara með eitt flug á dag, svo nú er fríinu mínu frestað..takk fyrir það Southwest,“ ritar netverjinn.

Farþegi í flugi SouthWest er ekki lengi að svara honum með mynd af árekstrinum og skrifar „Ég er í flugi Southwest sem klessti á flugvélina þína.“

Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wowair, var flugvél Wowair lögð á stæði á flughlaði St. Louis flugvallar í gær þegar flugvél frá flugfélaginu Southwest var að leggja í stæði við hlið vélar þegar vængendi Southwest rakst í vængenda Wowair. Flugvél Wowair var kyrrstæð og tilbúin til brottfarar þegar atvikið átti sér stað. 

Við áreksturinn skemmdist vél Wowair og kom því til seinkunnar þar sem vélin var ekki nothæf. Félagið sendi aðra vél til St.Louis klukkan 6:45 í morgun á íslenskum tíma. Áætluð brottför frá St. Louis er kl.9:25 á staðartíma sem er eftir c.a. tvær klukkustundir.

Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Wowair. Eins hefur fyrirsögnin verið uppfærð. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Erlent

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Erlent

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing