Flug­vél Icelandair, sem halda átti til Brussel frá Kefla­víkur­flug­velli í morgun var snúið við skömmu eftir flug­tak og lent aftur á Kefla­víkur­flug­velli. Þetta stað­festir Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi fé­lagsins í sam­tali við Frétta­blaðið.

Vélin fór í loftið klukkan 7:50 í morgun en var lent aftur í Kefla­vík rúm­lega hálf­tíma síðar. Var það vegna bilunar í afísingarbúnaði. Fé­lagið hófst þá handa og fann aðra vél fyrir far­þegana.

Ás­dís segir að sú vél hafi verið komin í loftið núna um ellefu­leytið og segir Ás­dís það hafa verið vand­kvæða­laust.