Flug­vél Icelandair sem var á leið til Ber­línar var snúið við í morgun og lenti aftur í Kefla­vík heilu og höldnu skömmu síðar. Þetta stað­festir Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, í sam­tali við RÚV.

Bruna­boði fór í gang í vélinni og fannst væg reykjar­lykt um borð. Var þá á­kveðið að snúa við til Kefla­víkur. Ás­dís segir að engin hætta hafi verið á ferðum en tölu­verður við­búnaður var á Kefla­víkur­flug­velli.

Vélin er nú til skoðunar en far­þegar og á­höfn hafa verið flutt í aðra vél sem haldin er af stað til Ber­línar. Guð­jón Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Isavia, segir að gripið hafi verið til venju­bundins verk­lags þegar til­kynning kom frá flug­stjóranum. Slökkvi­lið og sjúkra­flutninga­menn hafi verið í við­bragð­stöðu.