Nú í morgun hlekktist kennsluflugvél á vegum Keilis á í lendingu á flugvellinum á Flúðum. Enginn meiddist, en einn nemandi var um borð í flugvélinni. Flugvélin er lítið skemmd.

Flugvélin er af gerðinni Diamond DA20-C1 Eclipse og ber einkennisstafina TF-KFF. Keilir eru í samskiptum við flugmálayfirvöld og frekari upplýsingar verða sendar út síðar.