Ferðalangar sem eru á leið til Kaupmannahafnar og Kastrup flugvallar er ráðlagt að taka nauðsynjavörur í handfarangur sökum verkfalls flugvallarstarfsmanna.

Starfsmenn SAS Ground Handlin (SGH), sem ferja farangur farþega í og úr flugvélunum mættu ekki til vinnu í morgun, þrátt fyrir að lögbann hafi verið sett á verkfallið í gærmorgun. En þeir hafa verið í

verkfalli síðan á laugardagsmorgun.

Flugferðum seinkað

Mörgum flugferðum hefur verið seinkað og hefur þurft að senda farþega um borð án farangurs á einum stærsta ferðadegi í Danmörku.

Að sögn Henrik Bay, formaður verkalýðsfélagsins 3F Kastrup eru starfsmenn að funda um stöðuna. en ástæða verkfallsins er að starfsmenn telja að laun þeirra hafi verið lækkuð miðað við fjölgun

vinnustunda á viku, sem fleiri helgarvöktum.

Þá segir í tölvupósti Henrik Baytil fréttastofu TV2 að „Ef starfsmenn fylgja ekki ákalli flugvallarins um að hefja störf sín á ný verður málið tekið fyrir dómstóla í dag haft alvarlegri afleiðingar í för með sér,“ skrifar hann.