Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur boðað til verk­falls þriðju­daginn 31. ágúst kl. 05.00 til 10.00. Verk­fallið nær ein­göngu til fé­lags­manna sem starfa hjá Isavia á Kefla­víkur­flug­velli með undan­þágu fyrir sjúkra- og neyðar­flugi og flugi Land­helgis­gæslunnar.

Á meðan verk­fallinu stendur verður ekkert flogið á flug­vellinum því enginn getur gengið í þeirra störf sam­kvæmt þeirra samningum.

„Við komumst að þeirri niður­stöðu að við gátum ekki sleppt því að nota síðasta verk­fallið sem við vorum búin að fá sam­þykkt með yfir­gnæfandi meiri­hluta,“ segir Arnar Hjálms­son, for­maður Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra í sam­tali við Frétta­blaðið.

Lengi vel hafa við­ræður strandað á vinnu­tíma en að sögn Arnar hefur þeim mjakast á­fram í þeim við­ræðum og nú stranda við­ræður helst á út­færslu á samnings­lengd samningsins og launa­hækkunum.

Arnar segir að næstu skref séu í höndum ríkis­sátta­semjara en það er á hans á­byrgð að boða til næsta fundar.

„Fundi var slitið í gær eftir að engin form­lega niður­staða náðist,“ segir Arnar.