Fresta hefur þurft að minnsta kosti tveimur innan­lands­flugum vegna veðurs.

Flugi frá Akur­eyri sem átti að lenda á Reykja­víkur­flug­velli kl. 9:11 og flugi frá Ísa­firði sem átti að lenda kl. 9:45 hefur báðum verið frestað um ó­á­kveðinn tíma.

Upp­lýsinga er að vænta um bæði flugin klukkan 11:10.

Veður­við­varanir eru í gildi víða um land í dag, þar á meðal appel­sínu­gul við­vörun fyrir höfuð­borgar­svæðið sem tekur gildi klukkan 13:30.