Gæfta­leysið í lax­veiði­ánum heldur á­fram og endur­speglast í nýustu veiði­tölum á vef Lands­sam­bands veiði­fé­laga, ang­ling.is.

Eins og komið hefur fram leggst mikið þurrka­sumar ofan á að það að fiski­fræðingar sáu fyrir rýrar laxa­göngur að þessu sinni. Í Laxá í Kjós héldu menn þó ó­trauðir á­fram að leggja línurnar fyrir laxinn í morgun. Á mið­viku­dags­kvöld höfðu verið skráðir 42 laxar þar til bókar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst þar 276 laxar. Og þannig er sagan af lax­veiðinni um vestan­vert og norð­vestan­vert landið.

Afla­hæsta veiði­stöðin hingað til er Urriða­foss í Þjórs­á þar sem reyndar var ekki veitt á stöng fyrr en sumarið 2017. Þar voru 502 laxar skráðir í veiði­bækur í lok mið­viku­dags.

Vatnsstaðan í Laxá í Kjós var miklu betri og eðlilegri í júní 2013.
Fréttablaðið/Pjetur