Bráð­a­birgð­a­nið­ur­stöð­u er að vænt­a um flug­slys­ið við Þing­vall­a­vatn. Það kem­ur fram á vef mbl.is en þar er rætt við að­al­rann­sak­and­a slyss­ins hjá Rann­sókn­ar­nefnd sam­göng­u­slys­a, Þor­kel Ágústs­son.

Hann seg­ir í sam­tal­i við mbl.is að bráð­a­birgð­a­nið­ur­stöð­ur gætu ver­ið til síð­ar í þess­um mán­uð­i. Þá seg­ir hann um­fang rann­sókn­ar­inn­ar í takt við það sem hann þekk­ir úr fyrr­i rann­sókn­um á flug­slys­um.

Fjór­ir lét­ust í flug­slys­in­u sem varð þann 3. Febr­ú­ar á þess­u ári. Ís­lensk­ur flug­mað­ur og þrír ferð­a­menn. Um­fangs­mik­il leit fór fram að flug­vél­inn­i áður en hún fannst svo á botn­i Þing­vall­a­vatns tveim­ur dög­um síð­ar. Lík mann­ann­a voru þá hífð upp úr vatn­in­u en því var frest­að að drag­a vél­in­a upp þar til í apr­íl vegn­a mik­ils íss og hætt­u­legr­a að­stæðn­a fyr­ir þá sem áttu að koma að þeirr­i björg­un.