Vaxandi átök hafa verið milli Palestínu og Ísrael síðastliðna daga en óeirðir brutust út í Jerúsalem í dag þar sem til stóð að halda Jerúsalemdaginn hátíðlegan en dagurinn er til minningar um það þegar ísraelskir hermenn náðu völdum í Jerúsalem árið 1967.
At least 300 Palestinians are wounded after Israeli forces storm Al Aqsa Mosque in occupied East Jerusalem, on the fourth day of violent crackdowns on protests against the planned expulsion of Palestinian families pic.twitter.com/ROGzT4ROtD
— TRT World (@trtworld) May 10, 2021
Hundruð Palestínumanna særðust í átökum við lögreglu við Al-Aqsa moskuna í dag en þúsundir höfðu lokað sig inni í moskunni, sem er talinn einn heilagasti staðurinn í íslam, fyrir Jerúsalemdaginn. Lögregla beitti meðal annars táragasi og gúmmíkúlum gegn Palestínumönnum til að koma þeim út.
Fyrr í dag var flugskeytum skotið frá Gaza í áttina að Jerúsalem en Hamas samtökin höfðu varað við því að þau myndu grípa til aðgerða ef lögregla myndi ekki yfirgefa moskuna fyrir klukkan 18 að staðartíma. Enginn virðist hafa særst vegna flugskeytanna en ísraelska þingið var þó rýmt.
Hundruð særst í átökunum
Síðastliðna daga hefur staðan í Jerúsalem verið verulega eldfim vegna áætlaðs málflutnings Hæstaréttar Ísraels um brottflutning Palestínumanna í Austur-Jerúsalem til að búa til pláss fyrir ísraelskar landnemabyggðir.
Hæstiréttur Ísraels ákvað um helgina að fresta málflutningi í ljósi ofbeldisfullra átaka milli Palestínumanna og lögreglu í Ísrael. Hundruð Palestínumanna og tugir ísraelskra lögreglumanna hafa þegar særst í átökunum.
Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fundaði um stöðu mála í dag en mannréttindasamtök víða um heim hafa kallað eftir því að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn.
BREAKING: Explosions heard in Jerusalem after air raid sirens sound. The sirens came shortly after the Hamas militant group in Gaza had set a deadline for Israel to remove its security forces from the Al-Aqsa Mosque compound. https://t.co/rUUYK8Jq6u
— The Associated Press (@AP) May 10, 2021
A short while ago, thousands of Israelis ran for cover as Hamas fired rockets at civilian populations in Jerusalem, Ashkelon and Sderot. pic.twitter.com/2ZCrUDyPMY
— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) May 10, 2021