Oriana Pepper, rúmlega tvítug kona og flugnemi í þjálfun hjá fyrirtækinu Easyjet er látin eftir að bit frá moskítóflugu myndaði sýkingu sem síðar meir varð banvæn.

Þetta kemur fram á vef The Sun en Oriana Pepper, var í þjálfun sem flugmaður í Belgíu síðasta sumar þegar bit frá moskítóflugu byrjaði að bólgna upp.

Bitið, sem staðsett var fyrir ofan hægri augabrúnina hafði í fyrstu virst saklaust en átti síðar eftir að draga hana til dauða.

Hún leitaði sér aðstoðar á spítala stuttu eftir að bólgan virtist ekki ætla að hjaðna en var þá send heim með sýkalyf. Unnusti hennar fór síðar meir aftur með hana á spítala tveim dögum síðar þegar liðið hafði yfir hana á heimili þeirra.

Krufning leiddi í ljós að sýktur blóðtappi hafði valdið því að sýkingin barst í heilann. Læknar sögðust aldrei hafa séð annað eins tilfelli.

„Hún hafði hitt einhvern sem hún elskaði og var að uppfylla draum sinn um að verða flugmaður“ sagði faðir hennar.