Um 190 farþegar á leið til Íslands bíða nú á flugvellinum í Tenerife eftir að flugi þeirra frá til Íslands með Icelandair var aflýst. Flugið átti að hefjast klukkan 14:50 í dag að íslenskum tíma en hafði ítrekað verið frestað áður en því var aflýst síðdegis.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir bilun hafa komið upp í vélinni. Farþegunum verði flogið heim á morgun á sama tíma og áætlað var að fljúga í dag. Þeir bíða þess nú að verða fluttir á hótel á eyjunni.

Mynd/María Silvía