Félagsmenn í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) funda nú á Hilton Nordica hótelinu.

Farið verður yfir stöðu mála í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair.

Fjórir fundir verða haldnir í dag en félagsmönnum hefur verið skipt í hópa sökum sóttvarnartakmarkana vegna kórunuveirunnar.

Fyrsti fundurinn hófst klukkan tíu í fyrramálið og lauk fyrir um klukkustund, fundurinn var fullskipaður en alls mættu 100 félagsmenn og samstaðan mikil að sögn FFÍ.

Einnig voru boðaðir fundir klukkan tólf, tvö og sá síðasti klukkan fjögur. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn klukkan fjögur, einnig á Hilton Nordica hótelinu.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sendi bréf til starfs­mann­a fé­lags­ins í gærkvöld þar sem hann greind­i frá nýj­ast­a til­boð­i Icel­and­a­ir til stétt­ar­fé­lags flug­freyj­a. Forstjórinn sagð­i um­ræð­u síð­ust­u daga vera til þess falln­a að skap­a tor­tryggn­i gagn­vart fyr­ir­ætl­un­um Icel­and­a­ir. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ segir Boga gerast sekan um að brjót lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

Flugfreyjur höfnuðu loka tilboði Icelandair í vikunni og ekki hefur verið haldinn formlegur samningafundur síðan í byrjun vikunnar.