Flug­freyju­fé­lag Ís­lands (FFÍ) lýsir yfir fullum stuðningi við Eflingu í bar­áttu fé­lagsins vegna upp­sagnar Ólafar Helgu Adolfs­dóttur, trúnaðar­manns hjá Icelandair á Reykja­víkur­flug­velli

Í yfir­lýsingu segir FFÍ að þau telji að með þessu geri Icelandair al­var­lega at­lögu að upp­sagnar­vernd trúnaðar­manna á vinnu­stöðum.

„Í starfs­um­hverfi stéttar­fé­laga er upp­sagnar­vernd trúnaðar­manna grund­vallar­stoð svo stuðla megi að friði og sam­starfi við vinnu­veit­endur í þágu fé­lags­manna stéttar­fé­laga,“ segir í yfir­lýsingunni.

Fé­lagið á­réttar að lokum sam­eigin­lega yfir­lýsingu Icelandair Group/SA og FFÍ/ASÍ frá 17. septem­ber 2020, þar sem kemur fram að aðilar séu sam­mála um að fara eftir leik­reglum og lögum sem gilda á ís­lenskum vinnu­markaði.

„Með yfir­lýsingunni gengust Icelandair og SA við því að fram­ganga Icelandair sl. sumar, þar sem flug­freyjum og flug­þjónum var sagt upp störfum í miðri kjara­deilu, hafi brotið í bága við sam­skipta­reglur á vinnu­markaði. FFÍ skorar á Icelandair að virða lög og reglur á vinnu­markaði og að draga upp­sögnina til baka.“

Áður hefur Fé­lag flug­virkja lýst yfir stuðningi við bar­áttu Eflingar fyrir hönd Ólafar.