Flug­freyju­fé­lag Ís­lands hefur óskað eftir form­legum við­ræðum við flug­fé­lagið Play Air um kjara­samninga við flug­liða. Guð­laug Lín­ey Jóhanns­dóttir, for­maður Flug­freyju­fé­lags Ís­lands, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að öðrum kosti verði deilunni vísað til ríkis­sátta­semjara.

„Það kaus enginn þennan samning þar sem það var enginn starfandi flug­liði þegar hann var gerður,“ segir Guð­laug Lín­ey.

Birgir Jóns­son, for­stjóri Play Air segir í sam­tali við Frétta­blaðið að fyrir­tækið hafi ekki hugsað sér að gera samning við Flug­freyju­fé­lag Ís­lands þar sem þau eru með full­gildan kjara­samning við Ís­lenska flug­stétta­rfé­lagið. „Samningurinn hefur verið kynntur flug­liðum fé­lagsins án at­huga­semda,“ segir Birgir og bætir við að stærstur hluti á­hafna er fyrrum WOW Air starfs­menn og samningurinn byggður á þeirra fyrri samningum og þyki honum fjöl­miðla­um­ræða einkar ein­hliða.

Play Air hyggst fara jóm­frúar­flug sitt þann 24. júní næst­komandi til London Stan­sted flug­vallar í Lundúnum.