Öllu áætlunarflugi Icelandair, sem átti að fara fyrir hádegi frá Keflavíkurflugvelli í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs.

Samkvæmt vef Isavia hefur flugi Play air einnig verið aflýst, sem átti að fara til Tenerife og Alicante. Sólarþyrstir Íslendingar verða því að dvelja ögn lengur á í óveðrinu, áður en þau fá tækifæri að njóta veðurblíðunnar.

Flugferðum á vegum EasyJet og Wizz air, hefur veirð frestað. Önnur flug seinnipartinn í dag eru enn á áætlun.

Nokkuð hvasst er á Keflavíkurflugvelli, eða um 19 metrar á sekúndu.

Mynd tekin af vef Isavia í morgun.
Mynd/Isavia
Ástandið á vellinum í morgun.
Fréttablaðið/Björk Eiðsdóttir