Tuttugu og tveggja ára karl­maður að nafni Maxwell Berry var hand­tekinn í flugi Fronti­er Air­lines frá Fíla­delfíu til Miami vegna of­beldis­fullrar hegðunar við flug­liða. þetta kemur fram á vef­miðlinum abc13.com.

Í skýrslu lög­reglunnar í Miami segir að Berry hafi drukkið tvo drykki á fluginu og hafði pantað sér þann þriðja drykk. Hann er sakaður um að hafa ráðist á karl­kyns flug­liða, kýlt hann í and­litið og snert tvo kven­kyns flug­liða á óviðeigandi hátt.

Far­þeginn Al­fredo Rivera náði á­tökunum á mynd­band og er haft eftir honum að maðurinn hafi byrjað að sýna of­beldis­fulla hegðun og ráðist í kjöl­farið á flug­liða.

Berry var því bundinn niður í sæti sitt með lím­bandi og sat þannig þar til flug­vélin lenti og lög­reglan tók á móti honum.

"Í flugi frá Fíla­delfíu til Miami 31. júlí var far­þegi sem snerti far­þegi flug­liða á ó­við­eig­andi hátt og réðst í kjöl­farið á annan. Vegna þessa var far­þeginn bundinn niður í sætið sitt þar til lög­regla tók við honum eftir lendingu í Miami. Flug­liðunum verður, eins og krafist er við slíkar að­stæður, ekki leyft að fljúga þar til rann­sókn er lokið," segir í yfir­lýsingu flug­fé­lagsins vegna málsins.